Banki umbreytinga

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði

„Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk. Gildi Kviku eru langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki. Félagið leggur áherslu á að hugsa til framtíðar og stuðla að sjálfbæru samfélagi með virkri þátttöku.“

Kvika eignastýring

Alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, sjóði og stofnanir með áherslu á langtímaárangur

Sjá meira

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla 2023

Sjálfbærniskýrsla Kviku byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið sjálfbærniupplýsingagjöf Kviku fyrir árið 2023, og ráðstöfun grænna fjármuna og nýtingu í græn verkefni samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans, álit með takmarkaðri vissu, sem má nálgast aftast í skýrslunni.

Sjálfbærniskýrslan á vefformi

Sjálfbærniskýrslan í PDF

Fréttir

19. mars 2024

Hugrún Sif Harðardóttir ráðin innri endurskoðandi Kviku

Hugrún Sif Harðardóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi Kviku banka hf. af stjórn bankans og hefur nú þegar hafið störf. Hugrún hefur starfað á fjármálamarkaði í um 15 ár og býr yfir umfangsmikilli og langri reynslu af störfum við innri endurskoðun, rekstraráhættu og straumlínustjórnun.

17. mars 2024

Kvika gengur að kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar

Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

13. mars 2024

Kvika viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS mati Reitunar

Bankinn hlaut 87 stig af 100 mögulegum og viðheldur því framúrskarandi einkunn í flokki A3. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun, sem eru um 40 talsins en meðaltal markaðarins er 72 stig af 100 mögulegum.

Sjá allar fréttir