VISA Netkort

Netkort hentar þeim vel sem vilja nota kreditkort til að versla á Netinu.

Með því að nota netkort til verslunar á Netinu lágmarkar korthafi áhættuna á því að kortanúmerið á aðalkorti sínu komist í hendur rangra aðila og færslur lendi á kortinu sem korthafi hefur ekki samþykkt. Þess vegna kann að vera heppilegt fyrir þá sem versla á Netinu að eiga Netkort með lágri heimild sem eingöngu er notað fyrir útgjöld á vefnum.

Helstu upplýsingarVISA_Netkort_Full

 • Hefðbundið kreditkort (án plasts) með sömu virkni og önnur VISA kreditkort
 • Gildir fyrir allar færslur nema Kortalán og Raðgreiðslur
 • Engar tryggingar
 • Hægt að fá heimild eða vera með fyrirframgreitt kort (Plúskort)
 • Ekkert plast – bara kortnúmer. Kortinu er pakkað í matt plast og er afhent pappírsspjald með númeri kortsins og CVV2 númeri.
 • Eingöngu hægt að fá sem aðalkort (ekki fjölskyldu eða tengikort)
 • Hægt er að auka öryggið enn frekar með því að skrá kortið í Vottun VISA (Verified by VISA) sem er þjónusta sem VISA korthöfum stendur til boða og gerir þeim kleift að eiga viðskipti við netverslanir með enn tryggari hætti en áður hefur verið unnt
 • Árgjald 0 kr.

Umsókn um kreditkort

 • Viðskiptavinir MP banka geta sótt um kreditkort inn í netbanka MP banka. Til að finna umsókn er smellt á Samskipti og þar undir er liður sem heitir Umsóknir. Einnig geta viðskiptavinir fyllt út umsókn um kreditkort hér fyrir neðan.
 • Einstaklingar sem ekki eru í viðskiptum geta sótt um kreditkort með því að fylla út umsókn um kreditkort hér fyrir neðan.
 • Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri með því að senda tölvupóst á thjonusta@mp.is, hringja í síma 540 3200.

Tengd skjöl


Fyrirspurnir